• Inniheldur 6 LEGO® City smáfígúrur, 4 starfsmenn lestarinnar, öryggisvörð og þrjót.

• Vélknúin lest með Bluetooth fjarstýringu, á opnanlegu þakinu er búnaður sem fangar leiðarana. Í klefa lestarstjórans er stjórnborð.

• Vagn til að flytja trjáboli, vagn með krana sem hægt er snúa og lengja í bómunni. Gámavagn með 2 gámum með festingu á þaki til að hífa. Pláss fyrir pallettur.

• Stjórnstöð með stiga og umferðarljósum. Teinar sem mynda hring fyrir leikfangalestina að renna eftir, 16 sveigðir teinar, 16 réttir og skiptispor. Verðmætaflutningatrukkur með dyrum sem hægt er að opna. Gaffallyftari með veltigrind.

• Aukahlutir eru skiptilykill, 12 gullstangir, 4 peningaseðlar, 2 pallettur, 3 trjábolir og vélsleði.

• Opnaðu þakið á vélarhlutanum sem er fullur af flottum smáatriðum.

• Stýrðu vöruflutningalestinni með Bluetooth fjarstýringunni.

• Lyftu og fermdu trjábolina á vagninn með krananum sem hægt er að snúa.

• Ýttu á stöngina til að lestin skipti um spor, þegar verið er að hlaða eða afferma.

• Settu palletturnar inn í gámana, notaðu lyftarann. Svo hífir þú gámana á vagninn með krananum.

• Leggðu teinana á mismunandi vegu til að ferma og afferma víðsvegar um borgina.

• Rafhlöður fylgja EKKI. Vinsamlega lesið á pakkningarnar til að sjá fjölda og gerð rafhlaðna.

• Bluetooth fjarstýringin sem fylgir er EKKI samhæfð við eldri fjarstýrðar LEGO® lestir.

• Vöruflutningalestin er 11 sm á hæð, 82 sm á lengd og 6 sm á breidd.

• Vélarhlutinn er 11 sm á hæð, 27 sm á lengd og 6 sm á breidd.

• Vagninn sem flytur trjáboli er 5 sm á hæð, 15 sm á lengd og 6 sm á breidd.

• Vagninn með krana er 10 sm á hæð, 22 sm á lengd og 5 sm á breidd.

• Gámavagninn er 9 sm á á hæð, 18 sm á lengd og 5 sm á breidd.

• Brynvarði trukkurinn er 6 sm hár, 15 sm á lengd og 6 sm á breidd.

• Stjórnstöðin er 21 sm á hæð, 8 sm á breidd og 12 sm á dýpt.

• Lyftarinn er 7 sm á hæð, 5 sm á lengd og 12 sm á dýpt.

• LEGO® kubbarnir hafa í 60 ár farið í hæðstu alþjóðlegu gæðaprófanir til að uppfylla öryggisstaðla ásamt að tryggja að þeir haldi litum, formi og alltaf sé auðvelt að taka þá í sundur og byggja.

• LEGO® er gjöf sem endist lengi og kubbarnir eru þekktir fyrir að næstu kynslóðir geta leikið sér með þá og endurbyggt heiminn.
Aldur 6+
Kubba fjöldi 1226