Hidden Side™

Hvað er aukinn veruleiki?

Hvað er Aukinn veruleiki (e.Augmented reality, AR)

Aukinn veruleiki (e. augmented reality, AR) birtist notanda sem viðbót við hinn raunverulega heim með því að nýta tölvu, snjalltæki eða farsíma til að bæta við hljóði, texta eða myndefni.

Stafræn tækni er notuð til að bæta við hinn raunverulega heim, þú sérð allt sem myndavélin sýnir á skjánum, ásamt viðbættum tæknibrellum sem skapa þannig aukinn veruleika með aukinni skemmtun eða nýrri vídd.

 

Hvernig virkar aukinn veruleiki (AR) með LEGO® Hidden Side™ kubbasettunum.

Notaðu aukinn veruleika (AR) til að búa til sýndarheim drauga sem þú sérð í snjalltækinu í gegnum myndavélina. Breyttu snjalltækinu í drauga veiðara!
 
Þegar skannaðir eru nýjir litir, birtist hinn yfirnátturulegi heimur Hidden Side™
 
Markmiðið er að góma helling af uppreisnar draugum, klára verkefni og safna hlutum til að aflæsa enn fleiri kafla (e.level) af æsispennandi draugaveiðara verkefnum!
 
Smáforritið er uppfært reglulega þannig stöðugt er hægt að kanna nýjar sögur, góma stærri drauga og finna sjaldgæfa söfunarhluti.
 
LEGO® Hidden Side ™ kubbasettin sameina bæði raunverulegan og stafræna leik og allir geta verið hetjur í sínum eigin draugasögum!
 
Hægt er að spila aukna veruleikann (AR) ein/n eða með vinum.

 

Hægt er að sækja smáforritið á iOS og Android í gegnum App Store eða Google Play. Einfaldlega leitaðu af „LEGO Hidden Side“ í leitarglugganum og það kemur upp.