Nýjung: LEGO® DOTS

Nýjung frá LEGO®: DOTS

Skemmtileg leið fyrir börn til að skapa og hanna sín eigin armbönd, pennastatíf, skartgripastand og myndastanda. DOTS er frábær þjálfun í hugmyndsköpun og fyrir börn að tjá sig með listrænum hætti. 

 

 

LEGO® DOTS Armböndin

Armböndin eru fáanleg í regnboga-, einhyrninga-, vetrarbrautar-, dýra- og ástarfuglaþema. Hverju armbandi fylgja 32 DOTS kubbar til að setja á armbandið og skapa þannig einstakan fylgihlut. Hægt er að fylgja leiðbeiningum með munstur eða skapa sitt eigið. Til viðbótar er hægt að kaupa aukapoka með 109 DOTS kubbum og í hverjum poka eru 10 óvæntir DOTS kubbar til að gera DOTS vörurnar algjörlega einstakar.

Armband með regnboga má finna hér.

Armband með sætum dýrum má finna hér.

Armband með glitrandi einhyrning má finna hér.

Armband með vetrarbrautinni má finna hér.

LEGO® DOTS Skartgripastandur, myndahaldari og pennastatíf.

Skartgripastandurinn er frábær leið til að geyma skartgripi. Standurinn er með bakka og fimm króka, sem henta til dæmis fyrir hálsfestar og armbönd. Síðan er hægt að hanna standinn eftir eigin höfði með litríku DOTS kubbunum. 

Skartgripastandinn má finna hér.

Myndahaldarinn eru þrír kubbar sem hægt er að hanna sem kött, hund eða önnur dýr með DOTS kubbunum.

Myndahaldarann má finna hér.

Pennastatífið er eins og ananas með loki og grænum laufum. Lítið box í laginu eins og melóna fylgir, sem er tilvalið fyrir bréfaklemmur. Hægt er að fylgja leiðbeiningum eða skapa sitt eigið munstur með DOTS kubbunum. 

Pennastatífið má finna hér.