Kubbabúðin - landsins mesta úrval af LEGO | Kubbabúðin.is

LEGO® PLUS appið

Í LEGO® PLUS appinu eru stafrænar byggingarleiðbeiningar sem stuðla að fjörugri og gagnvirkri upplifun þegar byggt með LEGO kubbum

Að byggja með LEGO® kubbum hefur sjaldan verið skemmtilegra en með LEGO® byggingarleiðbeiningar appinu

Prófaðu LEGO® PLUS appið.

Þar finnur þú notendavænar og rafrænar leiðbeiningar. Appið kynnir skemmtilegan heim Lego og hvetur börn til að taka þátt í gagnvirkum og skemmtilegum leik

Hvernig á að byrja að nota LEGO® appið ?

Hvernig á að byrja að nota LEGO® appið ?

Það eru 2 auðveldar leiðir til að byrja að nota appið: 1. Farðu í App Store eða Play Store, leitaðu að LEGO byggingarleiðbeiningum og halaðu niður appinu ókeypis 2. Skannaðu QR kóðann á byggingarleiðbeiningunum í völdum settum. Ef þú hefur ekki sett upp LEGO® byggingarleiðbeiningarforritið á snjalltækinu þínu, flyst þú yfir í appbúð þar sem þú getur halað því niður ókeypis. Þegar þú hefur hlaðið niður forritinu skaltu leita að nafni eða númeri kassans þíns, ýta á „build now“ og byrjaðu að skemmtilegan leik

Byggjum saman

Safnaðu saman uppáhalds fólkinu þínu og prófaðu nýja og skemmtilega "Byggjum saman" leikinn í LEGO® appinu. Byggjum saman gerir fjölskyldusamveruna skemmtilega og gagnvirka og stuðlar að samvinnu.

Hægt er að nota appið í fleira en leiðbeiningar

Hægt er að nota appið í fleira en leiðbeiningar

Hægt er að nota aðdrátt (zoom) og skoða kubbaverkefnið bæði í þrívídd og draugastillingu. Það auðveldar þér að sjá hversu langt þú ert kominn, hvað er eftir og hvaða hluta þú ert að byggja. Auðvelt er að skoða flóknar aðgerðir og að geyma byggingarleiðbeiningar á netinu og endurnýta þær

Uppgötvaðu fullt af snjöllum möguleikum og smáatriðum !! Ertu ekki viss hvaða kubbur kemur næst? 

Uppgötvaðu fullt af snjöllum möguleikum og smáatriðum !! Ertu ekki viss hvaða kubbur kemur næst? 

Appið hjálpar við að sjá hvaða kubb á að nota næst og hvert á að setja hann Finnurðu ekki leiðbeiningarnar sem þú ert að leita að? Eru LEGO® PLUS leiðbeiningar ekki innifaldar í settinu þínu? Ekki hafa áhyggjur! Það eru leiðbeiningar í PDF skjölum í appinu af öllum settum frá og með 2015